- Advertisement -

Sjávarútvegsáðherra sagði: Við náðum samkomulagi við Evrópusambandið

Við stöndum í deilu við Evrópusambandið vegna makrílsins?

„Nei, aðallega við Norðmenn. Við náðum munnlegum samkomulagi við Evrópusambandið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, í þættinum Sprengisandi sunnudaginn 2. mars síðastliðinn og bætti við að næsti samningafundur hæfist daginn eftir, eða mánudaginn 3. mars. Hann sagðist ekki vera bjartsýnn á saminga við Norðmenn.

Meira úr sama samtali.

„Evrópusambandið hélt fram að við stunduðum ofveiðar. Veiðiráðgjöfin var fimm til sex hundruð tonn en veiðin var milli átta og níu hundruð tonn. Við sögðum þeim að þeir hefðu ekki nóg góð vísindi og bentum þeim á okkar togararall, sem við vinnum í samstarfi við Norðmenn og Færeyinga. Þeir vildu það ekki. Þeir sáu að sér í fyrra, að þeir væru með röng vísindi. Þeir hafa nú viðurkennt þau vísindagögn sem við erum með, við höfum alltaf lagt áherslu á að ekki megi ganga of langt. Að stofninn verðui sjálfbær. Eins megum við ekki heldur ganga of langt. Við höfum ekki stundað ofveiði, alls ekki þegar Evrópusambandið og Noregur taka sér einhliða 90 prósent af kvótanum og segja síðan við Íslendin ga, Færeyinga og Rússa að við getum skipt tíu prósentum á milli okkar. Það er fullkomlega ósanngjarnt. Staðrreyndin er sú að það er makríll við Grænland og víðar og það er vegna þess að stofninn er miklu stærri en haldið var. Þess vegna er ráðgjöf alþjóðafiskveiðiráðsins núna um 900 þúsund tonn.  Jafnvel er talað um að hægt sé að fara í milljón tonn og jafnvel meir. Norðmennirnir vilja, einhverra hluta vegna, ganga miklu lengra. Ef sú verður niðurstaðan og það verða ekki samningar þá fara allir að veiða samkvæmt því sem hver og einn telur sanngjarnt. Verði svo, má gera ráð fyrir að veiðin verði 1.400 til 1.500 þúsund tonn. Þá er hætta á að það verði raunveruleg ofveiði.

Er rétt skilið að Evrópusambandið kaupir okkar rök?

Við stöndum í deilu við Evrópusambandið vegna makrílsins?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: