- Advertisement -

Skömmtunarstjóri saksóknarans

Þá höfðum við þegar gert ráðstafanir vegna skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra.

Inga Sæland:
Má héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, eiga von á því að þetta fjármagn muni skila sér til hans.

„Nú hefur hins vegar komið í ljós að hæstvirur fjármálaráðherra hefur gefið það út að um 200 millj. kr. verði lagðar inn núna í rannsóknarteymi okkar og mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvert fara þessir peningar? Má héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, eiga von á því að þetta fjármagn muni skila sér til hans í þeim mæli sem hann óskaði eftir sem lágmarksviðbótarmannaflaaukningu í starfsemi sína til að geta unnið faglega og vel að því að útkljá þetta mál eða koma að því?“

Það var Inga Sæland sem spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Eins og við munum barðist Bjarni gegn því að sett yrði í fjárlög framlög til saksóknara eftir að Samherjamálið upplýstist. Bjarni var gagnrýndur og sakaður um að vilja skammta peninga til rannsakenda. Hann sagði á þingi í dag:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Minn málflutningur á þessum tíma var að við hefðum úr ýmsum úrræðum að spila til að mæta álagi á viðkomandi stofnunum.

„Hér er spurt um mál sem nokkuð var tekist á um undir lok síðasta árs í tengslum við afgreiðslu fjárlaga og í þingsal var því sjónarmiði hreyft að okkur bæri að tryggja þá þegar auknar fjárheimildir í fjárlögum á árinu 2020 til ákveðinna lykilstofnana. Þá höfðum við þegar gert ráðstafanir vegna skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra, eins og hann hét þá, m.a. með yfirfærslu ónýttra heimilda frá fyrri árum. En undir lok nóvembermánaðar barst erindi frá héraðssaksóknara, sem sagt skömmu fyrir þriðju umræðu fjárlaga, þar sem bent var á mikið álag á embættinu. Minn málflutningur á þessum tíma var að við hefðum úr ýmsum úrræðum að spila til að mæta álagi á viðkomandi stofnunum. Við höfum verið í góðu samráði um leiðir, sérstaklega í mínu ráðuneyti gagnvart skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra, eins og hann hét á þeim tíma, og gagnvart héraðssaksóknara hefur verið unnið að útfærslu sem tryggir embættinu 50 millj. kr. á yfirstandandi ári til að mæta fjölgun rannsakenda og síðan er gert ráð fyrir því að frá og með næsta ári hækki fjárhæðin enn frekar þannig að við sjáum á ársgrundvelli u.þ.b. 90 millj. kr. varanlega hækkun til embættisins frá því sem verið hefur.“

Vilji Bjarna varð ofan á. Saksóknari verður að banka upp á þurfi hann meiri peninga til rannsókna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: