- Advertisement -

Stjórnmálastéttin heilaþvegin af nýfrjálshyggjunni

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Það verður að segja þessa sögu eins og hún er: Stjórnvöld gáfu eftir skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigendur og vildu á sama tíma reka ríkissjóð án halla. Þetta leiddi til niðurskurðar á þjónustu og hrörnunar innviða, ekki síst vegakerfisins þar sem gjöld á bifreiðar og orkugjafa sem renna áttu til vegamála voru notuð til að stoppa í göt eftir skattalækkun til hinna ríku. Þegar í óefni var komið settu stjórnvöld fram áætlun um auknar framkvæmdir en ekki með því að fjármagna þær með því að leggja aftur á skatta á fyrirtækja-og fjármagnseigendur, heldur með því að selja eignir almennings og leggja á notendagjöld.

Hér er myndband um þessar ráðagerðir, að flytja skattana sem fyrirtækja- og fjármagnseigendur eiga að borga yfir á íbúðakaupendur og leigjendur, sem þurfa að borga há lóðargjöld við Keldur, og almenning sem þarf að ferðast til og frá vinnu. Þetta er því nýfrjálshyggjuaðgerð til að bregðast við eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar, sem sést á nýfrjálshyggjulegri útfærslunni af innheimtu gjalda af umferð. Það á ekki að gera með gjaldmælaaflestri (kílómetragjaldi á bifreiðar) að hætti stofnana heldur með gjaldtöku á vettvangi, svo hægt sé að reka vegakerfið í einkarekstri. Sú staðreynd, að fulltrúar svo til allra stjórnmálaflokka standi að þessum ráðagerðum, sýnir að stjórnmálastéttin er enn heilaþvegin af nýfrjálshyggjunni, tíu árum eftir að það hugmyndahrúgald hrundi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: