- Advertisement -

Þá ríku sæti linnulausri skattrannsókn

Í þessu máli brast kerfi Sjálfstæðisflokksins. Og hvað segir það okkur? Tja, líklega er Bjarni Ármannsson ekki í klíkunni.

Gunnar Smári skrifar:

Í norskri rannsókn á skattskilum, sem gerð var fyrir fáeinum árum, var sú niðurstaða dregin að áætla má að allra ríkasta fólkið stingi um 1/3 hluta af tekjum sínum undan skatti að meðaltali. Eðlileg viðbrögð við því væri að setja hin ríkustu í linnulausa skattrannsókn, að taka af þeim bókhaldið og rannsaka það hvert einasta ár. Reyndin er auðvitað þveröfug; skattrannsóknir beinast fyrst og fremst að litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru með einfalt bókhald sem vanmönnuð skattrannsókn ríkisins ræður við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stærstu fyrirtækin eru með flókið bókhald.

Stærstu fyrirtækin eru með flókið bókhald og her endurskoðanda og lögfræðinga sem skattrannsóknaraðilar ráða illa við og sem tekst með áfrýjunum að draga úr sektum, svipað og þau leika varðandi úrskurði samkeppniseftirlitsins. Það kerfi byggir á tveimur lykilþáttum í stefnu Sjálfstæðisflokksins; að halda skattrannsóknum í lágmarki, vanfjármögnuðum og undirmannaðri (þótt engin starfsemi hins opinbera sé peningalega sjálfbærari), og skipa engan dómara sem ekki er hallur undir alræði hinna ofsaríku, dómara sem eru með kalt hjarta gagnvart almúganum og dæma hann hart en finna til samkenndar og hlýhug gagnvart hinum ríku og valdamiklu.

Í þessu máli brast kerfi Sjálfstæðisflokksins. Og hvað segir það okkur? Tja, líklega er Bjarni Ármannsson ekki í klíkunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: