- Advertisement -

Það þarf að breyta lífeyriskerfinu

„Ég er eilítið að klóra mér í höfðinu yfir þessari frétt en er hins vegar algjörlega sammála seðlabankastjóra um að skoða þurfi lífeyriskerfið og gera þurfi breytingar á því,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

„Það er mitt mat að hvorki atvinnurekendur né verkalýðshreyfingin eigi að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna heldur eigi það að vera sjóðsfélagarnir sjálfir sem kjósi sér aðila til að stjórna sjóðunum.

Það þarf einnig að breyta lífeyrissjóðskerfinu þannig að launafólk hafi heimild til að velja sér sjálft lífeyrissjóð enda með ólíkindum að launafólk sé þvingað til að greiða til eins lífeyrissjóðs vegna þess að það er í einhverju ákveðnu stéttarfélagi.

Það er hins vegar með ólíkindum að núna fyrst eigi að fara að skoða þessi hagsmunatengsl í ljósi þess að lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 milljörðum af lífeyri launafólks í hruninu allt vegna glórulausra fjárfestinga í atvinnulífinu. 

Á þessum tíma fann hvorki Seðlabankinn né fjármálaeftirlitið ástæðu til skoðunar á hagsmunatengslum atvinnulífsins við sjóðina þrátt fyrir að atvinnurekendur hafi vaðið um sjóðina á skítugum skónum og tapað 500 milljörðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: