- Advertisement -

Þetta er Helvíti 101

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er afleiðing þess að skipulagsvaldið var fært til lóðabraskara og verktaka. Almenningur á enga aðkomu og það er ekki reiknað með honum þarna á götunum (fólk var teiknað inn á vinnuteikningarnar en aðeins teiknuðu fólki líður vel í svona umhverfi). Þegar braskararnir hafa tekið yfir lýðræðisvettvanginn og hið opinbera, að allt starf og allar ákvarðanir hins opinbera eru til að bæta hag þeirra þá er þetta niðurstaðan. Þetta ástand kallast oligarkismi. Svona lítur hann út, ekki bara hér, heldur út um allan heim.

Og ástæðan er stjórnmálafólkið sem þjónar auðvaldinu. Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn, yfirlýstir auðvaldsflokkar, heldur líka VG og Framsókn í ríkisstjórn og Samfylkingin og Píratar í borgarstjórn. Flokkar sem hafa enga sérstaka efnahagsstefnu, geta auðvaldsins í engu í stefnu sinni þrátt fyrir ógnarvald þess, eru dæmdir til að þjóna því fyrst og fremst. Flokkar sem trúa að leiðin að réttri ákvörðun sé að bjóða upp lóðir svo hin ríkustu geti keypt, að fela verktakafyrirtækjum og bröskurum að ákvarða not húsa, form þeirra, hæð og ytra útlit í krafti þeirrar hugmyndar að markaðurinn viti ætíð betur (markaðurinn er vettvangur þar sem hver króna hefur eitt atkvæði á meðan lýðræðisvettvangurinn, hið opinbera, er vettvangur þar sem hver maður hefur eitt atkvæði) hafa innleitt hin alheimsku yfirvöld, undirgefin undir frekju hinna ríku. Niðurstaða slíkrar heimsku er þessi; veröld sem mannskepnunni líður illa innan, svokallað helvíti … þetta er svona Helvíti 101.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: