- Advertisement -

Trump er enn í Hádegismóum

Umræða um stjórn­mál í Banda­ríkj­un­um ann­ars veg­ar og í öðrum lýðræðislönd­um heims­ins hins veg­ar lýt­ur ólík­um lög­mál­um. Þannig er lít­ill vafi á að stjórn­mála­menn í Evr­ópu­lönd­um, hvar sem þeir skipa sér ann­ars í lið, telja lang­flest­ir að ásak­an­ir Don­alds Trumps um að hann hafi verið fórn­ar­lamb svindls í kosn­ing­un­um 2020 séu frá­leit­ar, ef ekki ósiðleg­ar. En Trump sit­ur við sinn keip, sann­færður um að án svindls hefði Biden tapað. Bréf­rit­ari veit ekk­ert um, hvort eitt­hvað sé til í ásök­un­um Trumps. En reynsla hans á Íslandi er, eins og annarra víðast í Evr­ópu, að aldrei sé ástæða til að ætla að úr­slit ráðist af svindli. En það seg­ir enga sögu um Banda­rík­in. Trump er nefni­lega ekk­ert sér­stakt fyr­ir­bæri í þess­um efn­um, þótt hann kunni að vera það í öðrum. Al Gore, sem til­kynnti út­rým­ingu ís­bjarna og bráðnun ís­lensku jökl­anna, sem var stór­lega ýkt, vildi verða for­seti Banda­ríkj­anna. Hann tafði það að hægt væri að birta úr­slit for­seta­kosn­inga vik­um sam­an, haustið 2000, því að hann vildi lag­færa „taln­ing­una“. Al Gore væri sjálfsagt enn að telja, hefði Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna ekki verið ofboðið og ákveðið með sjö at­kvæðum gegn tveim­ur að Bush væri for­seti. Al Gore tel­ur enn að Bush yngri hafi ekki unnið sig.

Þetta er upphaf Reykjavíkurbréfs morgundagsins í Mogganum. Nú er spurt, hver nennir að lesa þetta enn og aftur og aftur og enn?

Staðreyndin er sú að Trump tapaði. Þau sem trúa á annað þar vestra og í Hádeegismóum á Íslandi verða bara að fallast á það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: