- Advertisement -

Vigdís vill: „Umræðu, samráð og sátt“

„Miðflokkurinn mótmælir slíkum vinnubrögðum sem eru með öllu ólíðandi.“

„Krafa okkar um vinnulag hvað varðar breytingar er einföld: Umræða – samráð –sátt. Þetta vinnulag þekkja góðir stjórnendur en slæmir ekki.  Sá misskilningur hrjáir borgarstjóra að telja sig í síðustu kosningum hafa fengið umboð kjósenda til að framfylgja vilja sínum. Svo er ekki, hann fékk umboð til að framfylgja vilja kjósenda.“

Þetta segir meðal annars í bókun, Vigdísar Hauksdóttur, í borgarráði, þegar rætt var um lokun Laugavegar og annarra gatna í miðborginni.

„Miðflokkurinn harmar, sem fyrr, að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila, íbúa og rekstraraðila, við ákvörðunartöku um varanlegar göngugötur,“ segir Vigdís.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar gerræðisleg vinnubrögð eru viðhöfð. Slíkt kallar á röð vandamála og tillagan sem hér er til umfjöllunar skýrt dæmi um það: Lagt er til að akstursstefnu á hluta Laugavegs verði breytt! Fyrirvaralaust og sem fyrr án nokkurs samráðs! Engin umræða – ekkert samráð. Miðflokkurinn mótmælir slíkum vinnubrögðum sem eru með öllu ólíðandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: