- Advertisement -

Zlatan útilokar ekki að fara til Napoli

Zlatan Ibrahimovic útilokar ekki að hann leiki með Napoli á næstu leiktíð. Samningur hans við Manchester United rennur út í vor.

„Að ég sé að fara til Napoli? Maður veit aldrei…“ sagði Zlatan þegar hann var spurður um réttmæti fréttarinnar.

„Mér líkar vel hjá United, en sjáum til hvað verður.“

Zlatan er ekki ókunnugur á Ítalíu. Hann hefur leikið með Juventus, AC Milan, og Inter. Hann mun vera hrifinn af þeim fótbolta sem leikinn er í Seríu A á Ítalíu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem kunnugt er er Zlatan á fyrsta tímabili með Manchester United. Hann er markhæsti leikmaður liðsins, hefur skorað 26 mörk fyrir félagið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: