- Advertisement -

Byggjum stærri íbúðir en áður

Þrátt fyrir að mjög vanti af minni íbúðum er lítið byggt af þeim. Fyrir hrun var keppst við að byggja hús með stórum og svokölluðum lúxusíbúðum.

Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir á Facebooksíðu sjóðsins, að sú þróun hafi haldið áfram eftir hrun og stærð minni íbúða hafi stöðugt aukist.

Guðmundur Sigfinnsson.

„Meðalstærð nýrra íbúða hefur aldrei verið meiri en í dag þrátt fyrir að markaðurinn kalli á hagkvæmari íbúðir. Á árunum 1950-1970 var meðalstærð 2ja herbergja íbúðar 62,7 fm, frá 1980 til 2010 var stærð 2ja herbergja íbúðar 72,9 fm að jafnaði en síðustu 6 árin er 2ja herbergja íbúð orðin 78,3 fm að stærð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: