- Advertisement -

Ekki bara sigur í Eflingu

Yfirburða sigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur og félaga hennar í stjórnarkjörinu í Eflingu er annað og meira en sigur um stjórn Eflingar. Með sigrinum fyllist fólk kjarki og vilja til að freista þess að breyta því sem virtist, þar til í gær, óbreytanlegt.

Það er gott. Verkalýðshreyfingin er aðeins hluti af mörgu. Sólveig Anna hefur talað skýrt og fengið fólk til að hlusta og taka eftir. Framtíð forseta Alþýðusambandsins í embætti hefur aldrei verið óvissari en nú. Beðið er viðbragða Gylfa Arnbjörnssonar.

Í allri sögu Efingar hefur ekki verið kosið fyrr en nú. Að breyta því var mikið þarfaverk. Efling hefur farið með veggjum í áraraði. Fráfarandi formaður, sem jafnframt er varaforseti ASÍ, hefur aldrei verið virkur í umræðunni um kaup og kjör. Hvað þá annað.

Þær eru margar og víða eflingarnar. Stórsigur Sólveigar Önnu hvetjur annað fólk til að reyna, til að freista gæfunnar, til að leiðrétta það sem miður hefur farið í samfélagi sem mótað er af Sjálfstæðisflokki. Ljóst er að framundan eru talsverðar breytingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Breytingarnar verða fyrst í verkalýðshreyfingunni. Innan Alþýðusambandsins. Þar fagna ekki allir. Og ekki heldur hjá nágrönnum þess í Borgartúni 35. Þar eru samankomuin öll hagsmunasamtök atvinnufyrirtækja landsins.

Ekki er víst að það fólk sem þar ræður húsum sé í stuði til að fá allt annað og allt ððru vísi fólk að borðinu. Til þessa hefur þetta verið svo fjandi fínt, að þeirra mati. Nú er nýr tími. Nýtt fólk. Ný byrjun. Helst er spurt, hver verður næsta efling?

Sigurjón M. Egilsson.

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: