- Advertisement -

Ferðafólk borgi björgunasveitirnar

„Umræður hafa verið hafa verið í þinginu frá því að ég kom inn 2013 um að taka gjald af ferðamönnum. Við ættum að drífa okkur í því að hefja gjaldtöku þótt ekki væri til annars en að standa straum af þeim kostnaði sem samfélagið stendur undir til að bjarga fólki sem verður fyrir slysunum, sem eru ferðamenn flestum tilfellum. Ég held að það væri góð byrjun að byrja á því í haust að leggja fram frumvarp um gjaldtöku á ferðamenn til þess að fjármagna þessa starfsemi,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokskins, á þingi fyrir skömu.

Ásmundur hóf mál sitt á rifja upp hversu mörg slys hafa orðið að undanförnu. Hann taklaði um lögreglu og aðra bráðaaðila.

„Til viðbótar því eru sjálfboðaliðar og björgunarsveitir sem sinna þessum störfum nær daglega um allt land, fólk sem sinnir öðrum störfum, vinnur sína daglegu vinnu eins og við en þarf að vera viðbúið hvenær sem er til að stökkva af stað þegar hjálpar er þörf. Það er oftast á ókristilegum tíma, um miðjar nætur, sem slysin gerast. Ég velti því fyrir mér að fólk við björgunarstörf þarf að fjármagna starfsemina sjálft með því að selja flugelda til þess að geta sinnt samhjálp fyrir samfélagið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: