Gegn kjörum aldraðra og öryrkja

„Öryrkjabandalag Íslands fékk Talnakönnun, það er Benedikt Jóhannesson núverandi fjármálaráðherra, til þess að reikna út kjaragliðnun,sem öryrkjar urðu fyrir á tímabilinu 2009-2013,“ skrifar Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur.

Björgvin heldur áfram: „Niðurstaðan var þessi: Meðaltekjur öryrkja,allar tekjur þar á meðal fjármagnstekjur hækkuðu um 4,7% á umræddu tímabili en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5%.Talnakönnun athugaði einnig breytingu verðlags og launa 2008-2013.Þá kom eftirfarandi í ljós:Lágmarkslaun hækkuðu um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði um 29%.“

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík athugaði kjaragliðnun eldri borgara.Niðurstaðan var þessi:Lífeyrir einhleypra eldri borgara hækkaði um 17% 2009-2013 en kaup láglaunafólks um 40% á sama timabili.

„Kjaragliðnunin er því mikil, kjaraskerðingin er óhófleg.Þessa kjaragliðnun lofuðu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn í kosningunum 2013 að leiðrétta en sviku það allt. Það er kominn tími til að gera einhverjar ráðstafanir gegnvart þeim sem svíkja alltaf kosningaloforð sín.“

Þú gætir haft áhuga á þessumBooking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: