- Advertisement -

Ísland fremur mannréttindabrot

Erum ekki það fyrirmyndarríki sem sum okkar vilja vera láta. „Samkvæmt heimasíðu Sameinuðu þjóðanna er Ísland ekki á meðal þeirra ríkja sem fullgilt hefur flesta mannréttindasamninga og bókanir.“

Sem stundum áður virðast ráðamenn vera komnir fram úr sjálfum sér.

Til stendur að Ísland taki sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Er það verðskuldað, stendur Ísland sig það vel hvað mannréttindi varðar?

Ísland ekki meðal fyrirmyndarþjóða

Í umsögn Öryrkjabandalagsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnar er komið inn mannréttindi og hvernig okkur hefur ítrekað verið bent á slóðaskapinn:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Trúverðugleiki íslenska ríkisins byggist meðal annars á því hvernig ríkinu hefur tekist  að fullgilda alþjóðlega mannréttindasamninga. Samkvæmt heimasíðu Sameinuðu þjóðanna er Ísland ekki á meðal þeirra ríkja sem fullgilt hefur flesta mannréttindasamninga og bókanir. Íslenska ríkið hefur hvorki fullgilt endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu né Marrakech sáttmálann sem á að tryggja aðgengi fatlaðs fólks að útgefnu efni.

Trúverðugleiki íslenska ríkisins byggist einnig á því hve vel ríkinu gengur að framkvæma skyldur sínar samkvæmt alþjóðasamningum og verða við ábendingum alþjóðastofnana um úrbætur. Íslenska ríkinu hefur verið ítrekað bent á að enga almenna mismununarlöggjöf er að finna. Ísland sem málsvari virðingar fyrir alþjóðalögum, mannréttindum og jafnrétti verður að bregðast tafarlaust við þessum ábendingum með markvissum úrbótum.“

„Það eru framin gróf mannréttindabrot á Íslandi á hverjum degi: Lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið fyrir neðan fátæktarmörk hjá þeim,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum. Það er ekki unnt að lifa af þessum lífeyri; hann dugar ekki fyrir öllum útgjöldum. Það er hreint mannréttindabrot, það er brot á mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt.“

Það er hreint mannréttindabrot

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur er duglegur að skrifa um samfélagsmál. Hann hefur skrifað um hugsanlega skipan Íslands í mannréttindaráðið:

„Ráðamenn á Íslandi hafa fylgst tilhlökkun vegna þessa og mega vart vatni halda af eftirvæntingu. Og vissulega er ánægjulegt, að Ísland fái sæti í mannréttindaráði. En áður en Ísland tekur sæti í ráðinu þarf Ísland að gera hreint fyrir sínum dyrum í mannréttindamálum heima fyrir.

Það eru framin gróf mannréttindabrot á Íslandi á hverjum degi: Lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið fyrir neðan fátæktarmörk hjá þeim,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum. Það er ekki unnt að lifa af þessum lífeyri; hann dugar ekki fyrir öllum útgjöldum. Það er hreint mannréttindabrot, það er brot á mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, sem Ísland hefur samþykkt.

Björgvin Guðmundsson skrifaði.

Sú ráðstöfnun stjórnvalda að reyna að kúga öryrkja til hlýðni í krónu móti krónu málinu er gróft mannréttindabrot; þessi skerðing var afnumin gagnvart öldruðum en hætt við að afnema hana gagnvart öryrkjum nema þeir mundu samþykkta starfsgetumat. Það er fáheyrt og þyrfti að leggja fyrir mannréttindaráð SÞ til meðferðar. Skömmtun á lífeyri undir fátæktarmörkum þyrfti einnig að leggja fyrir mannréttindaráð SÞ.

Það er ekki nóg fyrir Ísland að auka jafnrétti kynjanna og að auka réttindi samkynhneygðra. Það þarf einnig að tryggja líf þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja. Það er mannréttindamál. Og útrýma þarf barnafátækt á Íslandi. Það er mannréttindamál.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: