- Advertisement -

Íslendingar fjárfesta sem aldrei fyrr

Fjárfesting Íslendinga hafa vaxið hratt síðustu ár. Í fyrra jókst hún um tæplega 23 prósent, þ.e. frá fyrra ári. Tvö árin á undan jukust fjárfestingar um  tæplega sautján prósent, hvort ár.

Mestu munar um fjáfestingar fyrirtækja, einkum í flutningum og ferðaþjónustu, en alls jukust fjárfestingar atvinnulífsins um fjórðung í fyrra og hefur gert það síðustu þrjú ár.

Fjárfestingar í íbúðarhúsnæði hafa aukist mikið, og t.d. jukust þær um meira en þriðjung í fyrra, frá árinu á undan.

Seðlabankinn segir horfur vera á að töluvert hægi á vexti fjárfestingar í ár en áfram er spáð ríflegum vexti eða 8,5 prósentum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: