- Advertisement -

Löggan og traustið

Bjarni Benediktsson sá ástæðu til, í þjóðarhátíðarræðu sinni, að taka fram að lögreglan verðskuldi allt það traust sem hún hefur mælst með í skoðanakönnunum. Tilefni forsætisráðherra var vörn vegna umdeildra breytinga á byssuburði lögreglunnar.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í kvödlk steig fram kona sem varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns, kona sem hafði kjark til að kæra ofbeldið til lögreglunnar. Slíkt er alltof fágætt.

„Svo fæ ég símhringingu nokkrum dögum seinna um að það hefði ekki verið búið að kveikja á upptökutækinu. Og þá þarf ég aftur að staðfesta kæruna. Á þessum tímapunkti þá er maður kominn í einhvern veginn svona, þú getur ekki meira,“ sagði hún.

Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni, sagði við Rúv, miður að málinu skyldi ljúka með þessum hætti. Hann segir að heimilisofbeldismál séu í miklum forgangi hjá lögreglunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Konan varð fórnarlamb ofbeldis á eigin heimili. Hún steig fram og kærði. Lögreglan tók við kærunni og í stað þess að vinna eðlilega í málinu, gerði lögreglan konan að fórnarlambi ömurlegra vinnubragða, vinnubragða fólks sem fólk verður að geta treyst.

Lögreglan hefur mælst með mikið traust. Það gefur henni ekki rétt til að haga sér sem Geiri og Grani séu að verki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: