- Advertisement -

Óttast Samkeppniseftirlitið

Ásta S. Fjeldsted.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir marga stjórnendur í viðskiptalífinu veigri sér við að eiga samskipti við Samkeppniseftirlitið. Hún segir eftirlitið geta dregið einstaka mál árum saman með miklum kostnaði þeirra sem fyrir verða.

Ásta skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar segir hún um miðbik greinarinnar:

„Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: