- Advertisement -

Ríkið tekur 45 af 50 þúsundum

Skatturinn  skattleggur alla eins. Til  viðbótar kemur skattheimta hjá Tryggingastofnun, vegna þess að tekjutengingar eru skilyrði fyrir greiðslum í almannatryggingakerfinu.

Þórólfur Matthíasson:. Honum finnst það sérkennilegt fyrirkomulag, að Tryggingastofnun hafi einnig skattlagningarvald.

Þórólfur Matthíassson, prófessor í hagfræði, er í viðtali á vefnum lifdununa.is. þar sem hann segir til dæms:

„Ef tekjur eldra fólks með lífeyristekjur umfram skerðingarmörk aukast, fara 40% viðbótarinnar til Ríkisskattstjóra, auk þess sem lífeyrisgreiðslur frá TR lækka um álíka upphæð og skattgreiðslan er. Á meðan jaðarskattur hefðbundinna launþega er 40%, er hann 70-80% og jafnvel hærri hjá ellilífeyrisþegum, sem getur þýtt að af 50 þúsund króna viðbótartekjum þeirra standi 4-6 þúsund krónur eftir“.  Þórólfi finnst það sérkennilegt fyrirkomulag, að Tryggingastofnun hafi einnig skattlagningarvald.

„Við heyrum frásagnir um að aldraðir hér á landi lendi í fátæktargildru og að tilraunir til að komast út úr henni beri ekki árangur“, sagði Þórólfur. „Þetta er ekkert endilega fjölmennur hópur, en af hverju er þetta svona? Staðan er sú að hér er tvöföld skattlagning á hluta tekna hjá sumum hópum. Ríkisskattstjóri skattleggur alla eins, en því til viðbótar kemur skattheimta hjá Tryggingastofnun, vegna þess að tekjutengingar eru skilyrði fyrir greiðslum í almannatryggingakerfinu“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: