- Advertisement -

Þorsteinn stígur á bremsuna

- félagsmálaráðherra kemur í veg fyrir að Íbúðalánasjóður selji ofan af um 300 fjölskyldum.

Heima. Íbúðalánasjóði verður sennilega bannað að selja ofan um 300 fjölskyldum.

Íbúðalánasjóður vill selja hundruðir íbúða áður en þetta ár er á enda. Þorsteinn Víglundsson hefur stöðvað þessar áætlanir og vill að því fólki sem býr í íbúðum verði gert kleift að kaupa þær. Þetta má lesa í Fréttablaðinu í dag.

„Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir hann í viðtali við Fréttablaðið.

Sveitarfélögum hafa verið boðið að kaupa íbúðirnar . Þau hafa almennt afþakkað það boð. Áður hefur Íbúðalánasjóður selt eignir til leigufélaga sem hafa síðan hækkað leiguna umtalsvert með afleitum afleiðingum fyrir íbúanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Fréttablaðinu segir Þorsteinn að kannað verði hvort íbúðirnar og íbúarnir muni falla undir skilgreiningu um leiguíbúðir og þá hvort veittur verði stofnstyrkur. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign,“  segir Þorsteinn við Fréttablaðið. Þar segir hann að fólkinu verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd. Hann bendir á að það fólk sem hafi misst ofan af sér sé í sömmu stöðu og ungt fólk, sem er að kaupa í fyrsta sinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: