- Advertisement -

Enginn verði undir lágmarkslaunum

„Fjárhagsaðstoð til framfærslu er veitt þeim sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar. Eftir umræddar breytingar nemur grunnupphæð fjárhagsaðstoðarinnar allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling sem rekur eigið heimili en grunnupphæðin er breytileg eftir húsnæðisaðstæðum viðkomandi og sambúðarstöðu. Lágar upphæðir fjárhagsaðstoðar eru ekki til þess fallnar að bæta viðkvæma stöðu þeirra sem framfleyta sér á henni,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Framfærslustyrkir Reykjavíkur voru hækkaðir lítið eitt. Sönnu þykir ekki nóg að gert:

„Það er mikilvægt að fjárhagsaðstoð hækki svo hún verði álíka lágmarkslaunum og að enginn í samfélaginu sé með minna en lágmarkslaun. Þeir sem þurfa að lifa á fjárhagsaðstoð gera slíkt ekki nema að þörf sé á og ætti upphæðin að duga fyrir helstu nauðsynjum út mánuðinn en erfitt er að sjá fyrir sér hvernig ætlast sé til þess að einstaklingur og fjölskyldur geti lifið sómasamlega á umræddri upphæð. Gert er ráð fyrir að vaxtabætur, húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur hjálpi til við að greiða húsnæðiskostnað en það er stuðningur sem einstaklingar á lágmarkslaunum fá einnig en slíkt dugar samt sem áður oft ekki til að láta enda ná saman.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: