- Advertisement -

Alþingi bjó til „ömurlegt kerfi“

Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. „Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara.

Hvað er hægt að segja eftir lestur tveggja frétta í Fréttablaðinu, frétta sem sýna hvernig vilji Alþingis skaðar fólk sem á sér einskis ills von? Ekki má gera ráð fyrir að lögin séu einsog þau eru, nema vegna þess að ætlunin var að hafa þau með þessum hætti.

Í annarri fréttinni er eldri manni, sem missti eiginkonu sína, gert að endurgreiða ríkinu ofgreiddan lífeyri konunnar. Í hinni fréttinni segir frá tveimur ungmennum, sem misstu föður sinn, og verða að taka lán til að greiða skattaskuld hins látna föður. Það hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu þeirra og truflar skólagönguna.

Í Fréttablaðinu segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins: „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulífeyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi.“

Þar segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara: „Þetta er skelfilegt mál.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skoðum aðeins betur frétt úr Fréttablaðinu: „Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sérfræðinga og umönnunar­aðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í velferðarmálum.“

Ekki var mikið á því að græða: „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar,“ segir í Fréttablaðinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: