- Advertisement -

Fyrirlíta og fordæma fátæka

Þetta eru menn sem tengjast Íslensku þjóðfylkingunni, Miðflokknum, Sjálfstæðisflokknum eða þeim lendum stjórnmálanna, á hægri hlutanum og þar á jaðrinum.

Gunnar Smári skrifar á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins:

Nú þegar verið er að minnast frelsunar þeirra örfáu sem lifðu af Auschwitz-búðanna er minnt á ýmislegt, t.d. kerfið sem notað var til að merkja fanganna. Það sýnir hvaða fólk það var ógnarstjórn nasista vildi eyða, fólk sem talið var sjúkdómur í þjóðarlíkamanum og þurfti að skera burt, drepa og brenna, svo að þjóðin gæti dafnað. Þetta var sem kunnugt er gyðingar, roma-fólk, fólk af afríkönskum uppruna eða öðrum kynstofni sem nasistar úrskurðuðu óæðri, fólk sem hafði átt kynferðislegt samneyti við slíkt fólk, fólk sem hafði brotið hegningarlög, fólk með geðraskanir eða þroskahömlun, fátæklingar, flökkufólk, áfengis- og vímuefnasjúklingar, Vottar Jehóva og frímúrarar, hommar, lesbíur og hinsegin fólk, friðarsinnar, menn sem neituðu að gegna herþjónustu, fólk sem hjálpaði gyðingum eða öðrum óvinum ríkisins að flýja, verkalýðssinnar, kratar, kommúnistar, sósíalistar og anarkistar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stundum rekast hingað inn í hópinn menn sem vilja halda því fram að nasisminn hafi verið sproti af sósíalismanum og benda á að nasistarnir hafi kallað sig þjóðernissósíalista. Þetta eru menn sem tengjast Íslensku þjóðfylkingunni, Miðflokknum, Sjálfstæðisflokknum eða þeim lendum stjórnmálanna, á hægri hlutanum og þar á jaðrinum, þar sem fólk gælir við útlendingaandúð, múslimafóbíu og er haldið alvarlegri aborofóbíu, fyrirlitningu og fordómum gagnvart öllu fátæku og bjargarlausu fólki, djúpt sokknir í andmannúð sem er andstaða sósíalismans. Það er náttúrlega ekki hægt að svara slíku óráðshjali. En í tilefni dagsins má benda á að útrýmingarbúðum nasista var ekkert merki til að setja á þessa menn; þar var ekkert merki fyrir þjóðræknislega íhaldsmenn, ekkert merki fyrir róttækt skynsemishyggjufólk (eins og Miðflokksmenn kalla sig), ekkert merki fyrir þau sem eru heltekin af rasisma, múslimafóbíu eða aporofóbíu, ekkert merki fyrir and-kommúnista og þá sem hatast út í sósíalista, verkalýðssinna og alla þá sem berjast fyrir kjörum og réttindum þeirra sem verst hafa orðið undir óréttlæti samfélagsins.

Af hverju? Jú, nasistar litu svo á að þessir menn voru í rétta liðinu, í sínu liði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: