- Advertisement -

Samfylkingin eins og American Idol

Gunnar Smári skrifar:

Vegna fjölda áskorana er hér nýr status um lista Samfylkingar í Reykjavík, í tilefni af því að umræðan snýst meira um þau sem hafnað var en þau sem valin voru. Fyrirkomulagið var eins og American Idol, hvert stig eða borð snýst um höfnun fremur en sigur.

Þau sem buðu sig fram í forvalinu en fengu ekki brautargengi á lista voru: Ágúst Ólafur Ágústs­son, alþing­is­maður; Aron Leví Beck Rún­ars­son, mynd­list­ar­maður og vara­borg­ar­full­trúi; Auður Alfa Ólafs­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands; Björn Atli Dav­íðs­son, lög­fræð­ingur; Bolli Héð­ins­son, hag­fræð­ingur og for­maður efna­hags­nefndar Sam­fylk­ing­ar­innar; Dag­finnur Svein­björns­son, for­stjóri Arctic Circle; Einar Kára­son, rit­höf­undur og vara­þing­maður; Eva H. Bald­urs­dótt­ir, lög­maður og jóga­kenn­ari – for­maður umhverf­is­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar; Fríða Braga­dóttir; Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Afstöðu; Gunn­hildur Fríða Hall­gríms­dóttir; Halla Gunn­ars­dótt­ir, lyfja­fræð­ingur; Hlíf Steins­dótt­ir, aktí­visti og bar­áttu­kona; Hösk­uldur Sæmunds­son, leik­ari og mark­aðs­maður – for­maður atvinnu­vega­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar; Ída Finn­boga­dótt­ir, mann­fræð­ingur og deild­ar­stjóri á áfanga­heim­ili; Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Almannaróms; Karl Th. Birg­is­son, blaða­maður; Kikka K. M. Sig­urð­ar­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari; Magnús Davíð Norð­dahl; Nichole Leigh Mosty, for­maður Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi, verk­efna­stjóri í Hverf­is­verk­efni Breið­holts og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar; Nikólína Hildur Sveins­dótt­ir, vef­stjóri og fyrr­ver­andi for­seti UJ; Óskar Steinn Ómars­son, deild­ar­stjóri á leik­skóla; Stef­anía Jóna Niel­sen, sér­fræð­ingur á kjara­sviði Sam­eykis; Stein­unn Ása Þor­valds­dótt­ir, fjöl­miðla­kona; Stein­unn Ýr Ein­ars­dótt­ir, formaður Kvenna­hreyf­ingar Sam­fylk­ing­ar­innar; og Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son.

Frá fyrsta lista um frambjóðendur og að kosningunni féllu út tvö nöfn: Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og Stefán Ólafs­son, pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þau sem gáfu kost á sér og enduðu inn á lista voru: Aldís Mjöll Geirs­dótt­ir, for­seti Norð­ur­landa­ráðs æsk­unnar; Alex­andra Ýr van Erven, rit­ari Sam­fylk­ing­ar­innar; Ásgeir Bein­teins­son, skóla­ráð­gjafi; Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, ráð­gjafi og fyrrum þingmaður Pírata; Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður; Ellen J. Calmon, vara­borg­ar­full­trúi; Finnur Birg­is­son, arki­tekt á eft­ir­launum; Gunnar Alex­ander Ólafs­son, heilsu­hag­fræð­ingur; Helga Vala Helga­dótt­ir, alþing­is­maður; Hlynur Már Vil­hjálms­son, stofn­andi Félags fóst­ur­barna og starfs­maður frí­stunda­heim­ilis; Inga Auð­björg Straum­land, athafn­ar­stjóri og Kaospilot; Ingi­björg Gríms­dótt­ir, þjón­ustu­full­trúi hjá Vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borgar; Jóhann Páll Jóhanns­son, blaða­maður og stjórn­mála­hag­fræð­ingur; Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, hag­fræð­ingur; Magnea Mar­in­ós­dótt­ir, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í jafn­rétt­is­málum; Magnús Árni Skjöld Magn­ús­son, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Háskól­ann á Bif­röst – for­maður alþjóða­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar; Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­seti Ungra jafn­að­ar­manna og borg­ar­fullt­rúi í Reykja­vík; Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, alþing­is­maður; Sig­fús Ómar Hösk­ulds­son, vara­for­maður SffR; Sonja Björg Jóhanns­dótt­ir, deild­ar­stjóri á leik­skóla – Bs. í sál­fræði; Viðar Egg­erts­son, leik­stjóri og verð­andi eldri borg­ari í starfs­þjálfun; Viktor Stef­áns­son, for­seti Hall­veigar – Ungra jafn­að­ar­manna í Reykja­vík og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.

Síðan er það fólkið sem gaf ekki kost á sér en fór samt inn á lista, þ.e. fólk sem uppstillinganefndin teygði sig eftir: Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður; Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur; Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður; Hallgrímur Helgason, rithöfundur; Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar; Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður; Hlal Jarrah, veitingamaður; Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur; Jakob Magnússon, veitingamaður; Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra; Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður; Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi; Margret Adamsdóttir, leikskólakennari; Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður; Rúnar Geirmundsson, framkvæmdarstjóri; Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður; Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+; Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis og Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður.

Hörður Oddfríðarson vill drekka kaffi með Gunnari Smára.

Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar Samfylkingarinnar, svarar Gunnar Smára:

„Sæll félagi Gunnar Smári, takk fyrir þetta góða yfirlit, það einfaldar mér vinnuna við að gera upp vinnu uppstillingarnefndar. Bara til þess að halda því til haga sem rétt er að Magnús Davíð Norðdahl gaf aldrei kost á sér í könnuninni, Dagfinnur Stefánsson og Hjálmar Sveinsson drógu sig til baka í upphafi, en Stefán Ólafsson var með fram yfir lok könnunar. Nokkrir af þeim sem þú taldir upp að hefðu ekki fengið framgang hjá nefndinni höfðu samband við okkur og óskuðu ekki eftir sæti á lista, aðrir þáðu ekki boð um sæti. Við fáum okkur kannski bolla og ræðum þetta.“

Gunnar Smári svarar og þiggur kaffibollann, en ekki án skilyrða:

„Ég byggi á þeim upplýsingum sem lágu fyrir og þakka ítarlegri greinargerð. Ég vil endilega kaffibolla með þér, minn kæri, en myndi kjósa stjórnmál almennt sem umræðuefni, fremur en þetta forval ykkar. Eða frelsisbaráttu áfengis- og vímuefnasjúklinga, hvað af henni var pólitísk barátta og hvað afleiðing af nýrri þekkingu læknavísindanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: