- Advertisement -

Íslenskir láglauna forstjórar

„Færu forstjórar landsins að taka upp aðferðafræði að þessari fyrirmynd í sínum samningaviðræðum er hætt við að mörgum þætti nóg um.“

Ásta S. Fjeldsted.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tekur þátt í og leggur fram tillegg í umræðuna um laun hér á Íslandi. Hún nefnir einkum stöðu íslenskra forstjóra í samanburði við sænska kollega sína.

„Opinberar hagtölur, þar með talið meðaltöl og dreifing tekna, eru skástu heildrænu samanburðarmælikvarðarnir á skiptingu gæða sem við höfum. Þær sýna að sjálfsögðu ekki þau einstöku dæmi sem falla undir útreikninginn og segja ekki alla söguna ein og sér. Því var ekki úr vegi að kanna hvort þessi nýja staðreyndarnálgun myndi varpa nýju ljósi á aðra sambærilega hópa milli landa,“ skrifar hún og heldur áfram:

„Forstjórar hafa verið í kastljósinu að undanförnu vegna gífurlegra launahækkana. Því mætti kanna hvernig samanburður á launakjörum þeirra og forstjóra í Svíþjóð kæmi út. Til að tryggja nógu sterkt raundæmi voru forstjórar í kauphöllum landanna teknir fyrir. Þeir íslensku eru með um 4,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í heildarlaun á meðan miðgildi grunnlauna kauphallarforstjóra í Svíþjóð var um 7 milljónir íslenskra króna á mánuði. Við það bætast kaupaukagreiðslur Svíanna og annað sem getur auðveldlega tvöfaldað grunnlaunin og gefið þeim heildarlaun upp á rúmlega 14 milljónir króna á mánuði. Íslenskir kauphallarforstjórar eru því með töluvert lægri laun en þeir sænsku. Hér er staðan kannski ekki „svört og hvít“ – en klárlega aftur Svíum í hag.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðar skrifar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs:

„Ofangreint er kannski óheppilegt dæmi þar sem kjör íslenskra forstjóra koma illa út í þessum samanburði milli landa. Færu forstjórar landsins að taka upp aðferðafræði að þessari fyrirmynd í sínum samningaviðræðum er hætt við að mörgum þætti nóg um.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: