- Advertisement -

Að hitta naglann á höfuðið

Bjarni er holdgervingur þeirra sjónarmiða sem Katrín Sif bendir á og nefnir „brenglað verðmætamat“. Með einhverjum hætti verður að snúa þróuninni við.

Ljósmæðradeilan kann að verða til þess að Íslendingar endurmeti verðmætamat einstakra starfa eða starfsstétta. Deilan snýst um viðhorf. Bjarni Benediktsson er forvígismaður annars sjónarmiðsins. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir fer fyrir hinu sjónarmiðinu.

Bjarna hefur tekist að þétta sínar raðir. Hann hefur flykkt öllum öðrum ráðherrum að baki sér. Milli ljósmæðra er mikill einhugur.

Katrín Sif hitti naglann kannski á höfuðið þegar hún svarar Bjarna og hans sjónarmiðum.

„Það er dálítið sérstakt og sýnir svolítið brenglað verðmætamat sem hefur verið lengi. Við getum horft til hækkana bankastjóra ríkisbankanna þar sem launahækkanir eiga að vera árangurstengdar og skýra sérstaklega ofurhækkanirnar. Ef verðmatið væri rétt ættu launin okkar að vera margfalt betri en þau eru í dag. Þá ætti verðmætasköpunin að sjást í launaumslaginu,“ segir Katrín í Mogganum í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er mergur málsins. Bjarni er holdgervingur þeirra sjónarmiða sem Katrín Sif bendir á og nefnir „brenglað verðmætamat“. Með einhverjum hætti verður að snúa þróuninni við. Það verður ekki gert meðan Bjarni Benediktsson ræður öllu ríkisins megin, það er meðan hann er einhverskonar Íslandsráðherra.

Kannski verða ljósmæður til að hefja löngu tímabærar breytingar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: