- Advertisement -

10 ár: Hvar voru Geir og Ingibjörg?

„Ekkert sést eða heyrist til forsætisráðherrans og ekki til utanríkisráðherrans. Þau bera ábyrgðina.“

Umræða skapaðist í kvöld eftir að Illugi Jökulsson rifjaði upp forsíðu Viðskiptablaðsins frá því í lok ágúst 2008.

Vissi Ingibjörg Sólrún ekki betur, eða talaði hún þvert á vitneskju sína? Þetta varð til þess að ég ætla að rifja upp ýmislegt úr Mannlífi, frá árinu 2008, þar sem ég var ritstjóri og fjallað var mjög um fallandi efnahag Íslands.

Í lok júlí 2008 skrifaði ég meðal annars þetta í leiðara. Rúmum tveimur mánuðum fyrir „Guð blessi Ísland.“

„Meðan eignir fólks og fyrirtækja brenna upp frá mínútu til mínútu, meðan hundruð ef ekki þúsundir missa vinnuna í hverri viku, meðan afborganir af heimilum og öðrum fjárfestingum rjúka upp fyrir fjárráð skuldara, meðan hræðslan eykst meðal Íslendinga, meðan allt verður dýrara og dýrara sést ekki til ríkisstjórnarinnar. Ráðinn var efnahagsráðgjafi sem hóf starfið á sumarleyfi. Á sama tíma og eldar brenna. Ekkert sést eða heyrist til forsætisráðherrans og ekki til utanríkisráðherrans. Þau bera ábyrgðina. Þau óskuðu eftir henni og hún er þeirra, umfram allra annarra. Það er ekki nóg að gala hátt í kosningabaráttu en stökkva undan á flótta þegar óþægileg verk kalla á framkvæmdir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi var staðan. Forystufólk þjóðarinnar þagði, kannski vegna ráðaleysis. Eflaust hefur ekki bætt neitt þegar formaður annars stjórnarflokksins segir annað einsog Ingibjörg Sólrún gerði. Flest allir vissu betur.

Önnur upprifjun síðar.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: