- Advertisement -

Erum með mölbrotið módel

- sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um vinnumarkaðinn.

„Því miður…, „..finnst mér vinnumarkaðsmódelið sem við erum með í höndunum vera mölbrotið. Það er afskaplega erfitt að fá menn inn á sama vagninn. Það er eiginlega sama hvar drepið er niður fæti. Það eru ekki allir aðilar að rammasamkomulaginu. Það voru ekki allir aðilar að SALEK-samkomulaginu. Þar hafa menn sett mál í frost í bili. Menn fara fram hver með sínar kröfur, horfa á málið frá hagsmunum félagsmanna sinna. Það er mjög erfitt að efna til samtals þar sem er verið að líta vítt yfir sviðið og spyrja: Hvað gagnast heildinni best þegar fram í sækir?“

Þannig talaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, á Alþingi, nú undir helgina. Hann var að ræða jöfnun lífeyrisréttinda.

„Ég hef áður tjáð mig í nokkuð löngu máli um stöðuna varðandi jöfnun lífeyrisréttinda. Það lá alltaf fyrir að það væru hópar sem vildu ekki undir neinum kringumstæðum gefa eftir ríkisábyrgð á iðgjaldinu og kærðu sig ekkert um þessa breytingu. Síðan voru aðrir sem leiddu samtalið við stjórnvöld sem vildu geta gert það undir ákveðnum forsendum. Það sem ég tel geta skipt mjög miklu varðandi framhald þessara mála er að menn setjist yfir þá heildarhagsmuni sem eru undir.“

Bjarni skiptist á orðum við Birgittu Jónsdóttur, sem nefndi óvissu á vinnumarkaði. „Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra að því hvort einhver vinna hafi átt sér stað og hvernig henni verði háttað til þess að tryggja að hér verði ekki uppnám á vinnumarkaði á þessu ári,“ sagði Birgitta meðal annars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: