- Advertisement -

Blaðsíðurnar sem vantar í fjárlögin

Tuttugu stærstu styrkþegarnir í hópi hinna tekjuhæstu fá starfslaun í 664 ár samtals.

Fréttaskýring eftir Gunnar Smára:

Stærstu framlög fjárlaga til einstaklinga og fyrirtækja koma ekki fram í fjárlögum. Sú ákvörðun að leigja aðgang að fiskveiðiauðlindinni fyrir aðeins brot af eðlilegu leiguverði kemur t.d. ekki fram í fjárlögum og enn síður hverjir fá með þeim hætti styrk úr ríkissjóði.

Eðlileg framsetning þessara styrkja gæti verið svona í fjárlögum 2020:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • ·         Veiðigjöld samkvæmt markaðsverði: 67.634,3 m.kr.
  • ·         Innheimt veiðigjöld: –6.980,0 m.kr.
  • ·         Niðurfelling veiðigjalda, styrkir til útgerða: 60.654,3 m.kr.

Styrkur skiptist þannig niður á útgerðir:

  • 1. Brim hf.: 5.722,1 m.kr.
  • 2. Samherji Ísland ehf.: 3.999,5 m.kr.
  • 3. FISK-Seafood ehf.: 3.672,0 m.kr.
  • 4. Þorbjörn hf.: 3.339,2 m.kr.
  • 5. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.: 2.652,0 m.kr.
  • 6. Vísir hf.: 2.586,7 m.kr.
  • 7. Vinnslustöðin hf.: 2.481,8 m.kr.
  • 8. Skinney-Þinganes hf.: 2.474,1 m.kr.
  • 9. Rammi hf.: 2.442,6 m.kr.
  • 10. Síldarvinnslan hf.: 2.017,8 m.kr.

Samtals tíu stærstu: 31.388,0 m.kr.

  • 11. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf.: 1.971,3 m.kr.
  • 12. Nesfiskur ehf.: 1.796,7 m.kr.
  • 13. Bergur-Huginn ehf.: 1.629,8 m.kr.
  • 14. Ísfélag Vestmannaeyja hf.: 1.458,3 m.kr.
  • 15. Jakob Valgeir ehf.: 1.068,1 m.kr.
  • 16. Útgerðarfélag Akureyringa ehf.: 946,8 m.kr.
  • 17. Ögurvík ehf.: 892,2 m.kr.
  • 18. Loðnuvinnslan hf. Fáskrúðsfirði: 836,9 m.kr.
  • 19. KG Fiskverkun ehf.: 734,6 m.kr.
  • 20. Hraðfrystihús Hellissands hf.: 713,9 m.kr.
  • o.s.frv.

Samtals tuttugu stærstu: 43,436,7 m.kr.

60,7 milljarðs króna framlag til eigenda útgerðarfyrirtækja er sama upphæð og varið er í fjárlagafrumvarpi 2020 til húsnæðis- og vaxtabóta, barnabóta, fæðingarorlofs og félagslegrar aðstoðar.

Með sama hætti ætti að birta skattafslætti hinna ríku og tekjuháu í fjárlögum, en skattar á fjármagnstekjur og ofurlaun eru mun lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þessir styrkir til hinna ríku og tekjuháu koma ekki fram í fjárlögum né í öðrum gögnum frá fjárveitingavaldinu, öfugt við starfslaun listamanna, svo dæmi sé tekið, en listi yfir þá listamenn sem fá starfslaun er birtur árlega og þar er tilgreint fólk sem fær kannski ekki meira en tvo mánuði eða um 785 þús. kr. í verktakagreiðslur.

Setja mætti þá fram með þessum hætti, en hér er miðað við mismun á íslenskri og danskri skattheimtu á atvinnu- og fjármagnstekjur:

  • ·         Eðlilegur tekju- og fjármagnstekjuskattur einstaklinga: 254.500,0 m.kr.
  • ·         Skattafsláttur til 1% hinna tekjuhæstu: –16.100,0 m.kr.
  • ·         Álagður tekju- og fjármagnstekjuskattur einstaklinga eftir skattaafslátt: 238.400,0 m.kr.

Styrkur til hinna tekjuhæstu skiptist þannig (innan sviga er styrkurinn í formi starfslauna listamanna).

  • 1. Bergþór Jónsson: 486,2 m.kr. (starfslaun í 103 ár og þrjá mánuði)
  • 2. Fritz Hendrik Berndsen: 483,3 m.kr. (starfslaun í 102 ár og sjö mánuði)
  • 3. Högni Pétur Sigurðsson: 250,1 m.kr. (starfslaun í 53 ár og einn mánuð)
  • 4. Steindór Sigurgeirsson: 244,1 m.kr. (starfslaun í 51 ár og tíu mánuði)
  • 5. Einar Sigfússon: 203,5 m.kr. (starfslaun í 43 ár og tvo mánuði)
  • 6. Hjalti Baldursson: 154,8 m.kr. (starfslaun í 32 ár og tíu mánuði)
  • 7. Guðni Þórðarson: 150,4 m.kr. (starfslaun í 31 ár og ellefu mánuði)
  • 8. Þórey Jónína Jónsdóttir: 120,6 m.kr. (starfslaun í 25 ár og sjö mánuði)
  • 9. Hermann Kristjánsson: 117,3 m.kr. (starfslaun í 24 ár og ellefu mánuði)
  • 10. Benedikt Rúnar Steingrímsson: 111,0 m.kr. (starfslaun í 23 ár og sjö mánuði)

Samtals tíu stærstu: 2.321,3 m.kr.

  • 11. Kristján V. Vilhelmsson: 104,3 m.kr. (starfslaun í 22 ár og tvo mánuði)
  • 12. John Philip Madden: 91,7 m.kr. (starfslaun í 19 ár og sex mánuði)
  • 13. Ingibjörg Björnsdóttir: 84,2 m.kr. (starfslaun í 17 ár og ellefu mánuði)
  • 14. Grímur Karl Sæmundsen: 80,9 m.kr. (starfslaun í 17 ár og tvo mánuði)
  • 15. Sigríður Vilhjálmsdóttir: 80,3 m.kr. (starfslaun í 17 ár og einn mánuð)
  • 16. Guðmundur Einarsson: 79,9 m.kr. (starfslaun í 17 ár)
  • 17. Höskuldur Tryggvason: 76,5 m.kr. (starfslaun í 16 ár og þrjá mánuði)
  • 18. Aðalsteinn Helgason: 72,6 m.kr. (starfslaun í 15 ár og fimm mánuði)
  • 19. Ólafur Björnsson: 70,1 m.kr. (starfslaun í 14 ár og ellefu mánuði)
  • 20. Ketill Elíasson: 66,1 m.kr. (starfslaun í 14 ár)
  • o.s.frv.

Samtals tuttugu stærstu 3.127,9 m.kr.

Tuttugu stærstu styrkþegarnir í hópi hinna tekjuhæstu fá starfslaun í 664 ár samtals. Til samanburðar fengu 359 listamenn starfslaun í ár samtals í 133 ár.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: