- Advertisement -

Er Davíð Oddssyni farið að förlast?

„Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“

Guðjón Friðriksson.

Skrímsladeildir hafa verið gangsettar. Enda mikið undir. Forsetakosningar þar sem ríkisstjórnarflokkarnir fylkja sér saman gegn fólkinu í landinu. Davíð Oddsson lét til sín taka í gær og skrifaði furðu leiðara í blað dagsins í dag. Vont er að átta sig hvern hann ætlaði að skaða að þessu sinni. Nema ef vera skyldi Guðjón Friðriksson rithöfund og sagnfræðing.

Guðjón las leiðarann og skrifaði svo:

„Fyrir tæpum 16 árum kom út eftir mig bók um þann umdeilda mann, Ólaf Ragnar Grímsson, Saga af forseta. Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn. Síðan segir að þegar hrunið varð hafi ég, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum. Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: