- Advertisement -

Fjölmiðlar hætti lygum og segi sannleikann

Ég verð að viðurkenna, að mér finnst þessi endalausi áróður fjölmiðla fyrir því, að litlir flokkar eigi ekki möguleika, vera þreytandi.


Marinó G. Njálsson skrifaði á Facebook:

Fyrirsögn í Kjarnanum hljóðar svona:

Það er ekkert í íslenskum kosningalögum, sem segir að það þurfi 5% atkvæða á landsvísu til að ná manni inn á þing.

Sósíalistaflokkurinn mælist nægilega stór til að ná fólki inn á þing

Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er að Sósíalistaflokkurinn fékk 5,2% fylgi í skoðanakönnun. En fyrirsögnin er RÖNG vegna þess að hún gengur út frá því að forsenda fyrir því að Sósíalistaflokkurinn ætti að ná fólki inn sé að hann mælist í fyrsta sinn með yfir 5% fylgi.

Fyrirsögin ætti að vera:
Sósíalistaflokkurinn mælist nægilega stór til að vera öruggur með fólk inn á þing

Það er ekkert í íslenskum kosningalögum, sem segir að það þurfi 5% atkvæða á landsvísu til að ná manni inn á þing. EKKERT! Flokkur sem býður eingöngu fram í einu kjördæmi gæti t.d. náð inn þingmanni þar, án þess að vera með 5% fylgi á landsvísu og raunar dugði innan við 0,9% fylgi í síðustu kosningum, eins og ég sýni fram á neðar.

Í kosningunum 28. október 2017 greiddu 201.792 atkvæði. 5% af þeirri tölu er 10.090 atkvæði. Aðeins í Suðvestur-kjördæmi hefðu 8.150 atkvæði (eða 4,03% á landsvísu) ekki dugað til að fá mest fylgi lista í kjördæmi. Þetta atkvæðamagn hefði dugað til stórsigurs í landsbyggðakjördæmum og naums sigurs í Reykjavíkurkjördæmunum.

Vil ég biðja fjölmiðla að hætta þessum áróðri sem hentar bara stærri og rótgrónari framboðunum.

Sá listi sem var með fæst atkvæði að baki sér og fékk mann kjördæmakjörinn, var Samfylkingin í norðvestur-kjördæmi. Listinn fékk 1.681 atkvæði eða 0,83% á landsvísu. Sá kjördæmakjörni þingmaður sem var með fæst atkvæði að baki sér var 2. þingmaður Framsóknar í norðvestur-kjördæmi með 1.588 atkvæði eða 0,79% atkvæða á landsvísu.

Ég verð að viðurkenna, að mér finnst þessi endalausi áróður fjölmiðla fyrir því, að litlir flokkar eigi ekki möguleika, vera þreytandi. Hann verður til þess að kjósendur telja að atkvæði sínu sé kastað á glæ. Vissulega eru ákveðnar líkur á því að atkvæðið nýtist ekki til að koma þingmanni inn, en jafnvel í fjölmennasta kjördæminu, Suðvestur-kjördæmi, þurfti ekki nema 2,2% fylgi á landsvísu í síðustu kosningum til þess að listi fékk kjördæmakjörinn þingmann.

Svona til að ítreka þetta: 5% reglan er bara fyrir jöfnunarþingmenn. Í 108.gr. laga nr.24/2000 um kosningar segir: „Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.“ Framboð þarf 5% fylgi á landsvísu til að eiga kost á jöfnunarþingmanni, en ENGAR takmarkanir er á atkvæðamagni á landsvísu, þegar kemur að kjördæmakjörnum þingmönnum.

Vil ég biðja fjölmiðla að hætta þessum áróðri sem hentar bara stærri og rótgrónari framboðunum. Hættið að bera lygar á borð og segið sannleikann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: