- Advertisement -

Leiðsögumenn þjóðar ekki fulltrúar ofurvalds og auðs

Forsetakjör „Það fór sem mig grunaði. Breiðu spjótunum og bröndunum hefur nú verið brugðið,“ þannig skrifar Þröstur Ólafsson hagfræðingur.

„Valda- og auðstéttir landsins ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Morgunblað Guðbjargar reynir nú til örþrifa að leggja að jöfnu framboð Katrínar og Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrv. forseta sem var forsætisráðherra í um tvö ár áður en hann átján árum seinna (!!) var kosinn forseti. Ásgeir var kjörinn af fólkinu gegn fulltrúa valdsins séra Bjarna Jónssyni.

Sama saga endurtók sig þegar Kristján Eldjárn bar sigur úr býtum í glímunni við dr. Gunnar Thoroddsen, en valdstétt landsins bar hann uppi, þótt brotalamir væru þar á. Enn var sagan endurtekin þegar Vigdís bauð sig fram í óþökk þeirra sem réðu. Þjóðin vildi ekki fulltrúa valdsins. Þessir þremenningar reyndust allir þeim kostum búnir að verða sjálfstæðir í athöfnum sínum og vera gagnafl gegn valdastéttum landsins, verða leiðsögumenn þjóðar ekki fulltrúar ofurvalds og auðs,“ skrifar Þröstur Ólafsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: