- Advertisement -

Ríkisstjórnin hefur 65 þús. kr. af fólki á lágmarkslaunum

Láglaunafólk á að krefjast þess að fá þennan pening.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Með þvi að seinka lofuðum skattalækkunum að mestu fram á þarnæsta ár hefur ríkisstjórnin tæpar 65 þús. kr. af fólki á lágmarkslaunum á næsta ári. Láglaunafólk á að krefjast þess að fá þennan pening, það samdi um litlar launahækkanir í trausti þess að ríkisstjórnin kæmi með skattalækkanir á móti. Annars sést þarna hvað skattabreyting ríkisstjórnarinnar er aum. Eftir að stjórnvöld höfðu velt skattalækkunum fyrirtækja- og fjármagnseigenda yfir á fólk með miðlungs eða lágar tekjur árum saman er nú stígið hænuskref til baka. Fólk á lægstu launum fær aðeins rúman þúsund kall meira í skattalækkun á næsta ári en þau sem hafa milljón á mánuði (tæplega þingfararkaup) og aðeins 4.450 kr. meira á þar næsta ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: