- Advertisement -

Öryggi sjúklinga komið að þolmörkum

Heilbrigðsimál „Mér hefur fundist, í mínu starfi í sumar, að við séum komin gjörsamlega að þolmörkum, hvað varðar öryggi sjúklinga, og ég leyfi mér að fullyrða það,“ sagði Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir í síðdegisútvarpi Rásar 2.

Hún og Ebba Margrét Magnúsdóttir varaformaður læknaráðs og Júlía Linda Ómarsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur ræddu þar afleidda stöðu á Landspítala, ekki síst nú þegar sumarfrí eru í gangi og mönnun sjúkrahússins er í lágmarki.

Tilefni viðtalsins var einkum orð stjórnmálamanna á liðnum dögum.

„Ég hugsaði hvað getur verið hættulegt að segja hluti og hvað afleiðingarnar gera verið slæmar. Ég held að meirihluti starfsmanna Landspítalans sé orðinn mjög þreyttur. Við getum tekið sem dæmi um sparnaðinn, að það var gerð tillaga um að konur sem koma í ómskoðun, en gel er notað við skoðunina, að þeim verði gert að koma með handklæði að heiman til að þurrka af sér gelið. Til að spara þvottinn á handklæðunum,“ sagði Júlía Linda Ómarsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Landspítalinn hefur verið áberandi í umræðunni en hann fór tæpar 600 milljónir króna fram úr áætlun fyrstu sex mánuði ársins.

Forstjóri spítalans hefur sagt að of snemmt sé að fullyrða um stöðuna í lok árs eða hvort spítalinn nái að rétta sig af. Allt bendi til þess að spítalinn keyri fram úr heimildum þetta ár. Þetta gerist meðal annars vegna álags á spítalann og tæknibúnaðar sem sé kostnaðarsamur. Kristján Þór Júlíusson, heilbirgðisráðherra, segir vonbrigði að spítalinn haldi sig ekki innan heimilda.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: