- Advertisement -

Eignir hvítflibbaglæpamanna verði gerðar upptækar

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

„Það er mjög mikilvægt að lögum verði breytt svo að hvítflibbaglæpamenn verði ekki aðeins dæmdir í fangelsi heldur verði eignir þeirra gerðar upptækar. Íslenska ríkið mun á næstu mánuðum fá hlutdeild í umtalsverðu fé sem bandarísk yfirvöld lögðu hald á og sem tengjast rannsókn sem íslensk lögregla lagði lið. Eftir Hrun voru tugir og hundruð manna rannsakaðir og margir dæmir, en ekki var nokkur áhersla lögð á að endurheimta það fé sem mennirnir höfðu aflað sér meðan þeir frömdu afbrotin. Breyta þarf lögum til að auka heimildir yfirvalda til að leggja hald á fé og leita það uppi og til að leggja á skaðabætur og sektir í auðgunarbrotum, að þar sé ekki aðeins fangelsisvist refsing heldur sektir sem nema margföldum ávinningi af brotunum, eins og reyndin er varðandi skattsvik. Þetta þarf að gerast fyrri næsta hrun, sem er … byrjað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: