- Advertisement -

Afglæpavæðum húsnæðismarkaðinn

Félagslega kerfið á húsnæðismarkaði brotið niður í samstarfi við þann flokk sem hverju sinni lagðist undir helstefnu Sjálfstæðisflokksmanna.

Gunnar Smári skrifar:

Það þarf breytta umgjörð í húsnæðismálum, segir ráðherrann. Það þarf fyrst og síðast að af-græðgisvæða húsnæðismarkaðinn. Þegar í ljós kom á fyrri hluta síðustu aldar að landlords sem reyndu að hagnast sem mest á húsnæðisþörf almennings voru að éta samfélögin að innan ákváðu flestar þjóðir að byggja upp félagslegt íbúðakerfi, sem ýmist var í eigu og rekstri sveitarfélaga eða sjálfseignarstofnana, oft með sterkri aðkomu verkalýðsfélaga. Við stigum aðeins lítil skref í þessa átt þar sem flestir flokkar ráku grimma séreignarstefnu í húsnæðismálum. Verkamannabústaðir, sem var félagslegt séreignakerfi, urðu þannig tvöfalt stærri en félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga. En samanlagt urðu þessi tvö kerfi miklum mun minni hluti húsnæðismarkaðarins á Íslandi en félagslega kerfið í nágrannalöndum okkar.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs Oddssonar, tók upp nýfrjálshyggju herforingjastjórnarinnar í Chile, var félagslega kerfið á húsnæðismarkaði brotið niður í samstarfi við þann flokk sem hverju sinni lagðist undir helstefnu Sjálfstæðisflokksmanna.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs Oddssonar, tók upp nýfrjálshyggju herforingjastjórnarinnar í Chile, var félagslega kerfið á húsnæðismarkaði brotið niður í samstarfi við þann flokk sem hverju sinni lagðist undir helstefnu Sjálfstæðisflokksmanna. Verkamannabústaðirnir voru einkavæddir með því að eigendum íbúðanna var leyft að selja íbúðirnar út úr kerfinu og telst það meðal stærri glæpa Sjálfstæðisflokksins gegn samfélaginu. Á sama tíma var lok sett á uppbyggingu félagslegrar leiguíbúða og þær víða seldar. Það var sem sagt bakkað út úr þeim veikburða vörnum sem Íslendingar höfðu byggt upp gegn hrægömmum á húsnæðismarkaði, gróðafyrirtækjum sem vildu hagnast sem mest á húsnæðisþörf fólks.

Niðurstaðan varð húsnæðismarkaður sem stýrt er af gróðafyrirtækjum. Á aðra höndina eru lóðabraskarar og verktakar sem sveitarfélögin fóðra með uppboðum á lóðum og skipulagi sem hentar þeim sem vilja græða sem mest á húsnæðisþörf almennings, bröskurum sem leggja svo mikið á nýbyggðar íbúðir að þær eru seldar á tvöföldum byggingarkostnaði, jafnvel meira. Og á hina höndina eru leigufyrirtækin sem þurrkuðu upp íbúðir sem almenningur missti í Hruninu og sem fyrirtækin leigja almenningi síðan til baka gegn okurleigu.

Við erum því komin aftur á Dickeníska tíma í húsnæðismálum á Íslandi, að draumaveröld nýfrjálshyggjunnar, þar sem búið er að brjóta niður varnir almennings frá síðustu öld gegn blóðþyrstum kapítalisma sem engum reglum þarf að hlýta og sem getur náð undir sig öllum geirum samfélagsins. Líka stjórnmálunum með mútum, eins og dæmin sanna.

Hver er lausnin? Hún er að hrekja kapítalistana út af húsnæðismarkaði.

Hver er lausnin? Hún er að hrekja kapítalistana út af húsnæðismarkaði. Þeir hafa þar ekkert að gera. Húsnæðiskerfið er vél sem á að skila almenningi eins öruggu húsnæði og mögulegt er, eins ódýru og mögulegt er og eins góðu og mögulegt er. Kapítalisminn gerir ekkert að þessu. Hann okrar, skapar óöryggi og skilar vondri vöru sem enginn vill. Húsnæðiskerfið verður ekki lagað með kapítalistum, ekki frekar en klókt sé að skipuleggja eggjabú með minkum. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög verða að byggja upp félagslegt húsnæðiskerfi sem tekur yfir 10% markaðarins strax, síðan 20%, þá 30%, svo 40% og síðan 50% á eins fáum árum og mögulegt er. Þegar þangað er komið getum við dregið andann og velt fyrir okkur hvort við eigum að halda lengra og hvort sömu aðferðir henti restinni af markaðnum.

En til þess að geta gert þetta, að losna við braskara, okrara og spákaupmenn, út af húsnæðismarkaðnum, þurfum við fyrst að losna við fulltrúa þessa liðs út af hinum lýðræðislega vettvangi. Þar með talið núverandi ríkisstjórn og svo til allan þingheim og núverandi meirihluta í borgarstjórn og svo til öllum stærri sveitarfélögum. Þau sem hafa allan sinn feril þjónustað auðvaldið eru ekki að fara að hætta því af því bara og allt í einu. Við þurfum að setja þjóna almennings í það hlutverk að þjóna almenningi.

Lausnin á húsnæðiskerfinu er ekki tæknileg, ekki fjárhagsleg, ekki lögfræðileg og ekki verkfræðileg. Hún er pólitísk. Fólkið þarf að taka völdin svo að kerfið þjóni fólkinu. Það er no brainer.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: