- Advertisement -

Arðsemisdrifin hlutafélög brjóta niður samfélögin

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári:
Skammist ykkar ráðherrar.

Trump er víða. Í stað þess að axla ábyrgð sína á heimskulegri eyðileggingu raforkukerfisins, samkeppnis- og markaðsvæðingu, sem undirbúning að einkavæðingu, með tilheyrandi niðurbroti þjónustu og öryggis, þegar arður er tekinn fram yfir samfélagsleg markmið; þá velja stjórnvöld og stjórnendur hinna opinberu hlutafélaga, sem hafa tapað markmiðum sínum, einhvern hóp sem þau halda að almenningur elski að hata. Það eru ekki umhverfissinnar og sumarbústaðaeigendur sem bera ábyrgð á rafmagnsleysinu fyrir norðan heldur allar ríkisstjórnir frá aldamótum, sem innleitt hafa þessa fáránlegu stefnu; að flytja raforkuframleiðslu, -dreifingu og -sölu úr opinberum stofnunum, skera þær í sundur og flytja starfsemina inn í opinber hlutafélag, sem síðar á að einkavæða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og látum þau sem auðguðust á henni komast upp með Trumpmennsku til að verja auð sinn, að reyna að fá almenning til að hatast við saklaust fólk.

Ef þið viljið búa við raforkuöryggi verðið þið að fella nýfrjálshyggjuna og hennar heimskulegu trú, að aðeins arðsemissjónarmið hlutafélaga geti byggt upp gott samfélag. Þetta er öfugt. Arðsemisdrifin hlutafélög brjóta niður samfélögin sem stofnanir almennings, sem tilheyrðu hinum lýðræðislega vettvang og voru rekin eftir samfélagslegum markmiðum, byggðu upp. Nýfrjálshyggja, m.a. sú sem birtist í orkustefnu ESB sem íslenska auðvaldið elskar, er meiri ógn en stormurinn, kuldinn og ofankoman; við þolum það allt ef við losnum við nýfrjálshyggjuna. Og látum þau sem auðguðust á henni komast upp með Trumpmennsku til að verja auð sinn, að reyna að fá almenning til að hatast við saklaust fólk.

Skammist ykkar ráðherrar, að fljúga norður og baða ykkur í sviðsljósi fréttanna til þess eins að afvegaleiða umræðuna, beina henni frá ykkur og að fólki sem sannarlega vill samfélaginu vel. Það á ekki við ykkur, skammist ykkar aftur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: