- Advertisement -

Hægagangur sýslumannsins

Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

Helga Vala Helgadóttir.

Ég hef haft það fyrir reglu að kanna með reglubundnu millibili ástandið á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta geri ég vegna minna fyrri starfa í lögmennsku þar sem mér blöskraði hægagangur kerfisins þegar kemur að málefnum barna og barnafjölskyldna. Þetta versnar bara og versnar þrátt fyrir fögur fyrirheit og stofnun nefnda. Hvað á nefnd að gera fyrir börn sem ekki fá að hitta annað foreldri sitt? Hvað á nefnd að gera fyrir foreldra sem geta ekki leyst úr málum sínum í kjölfar skilnaðar/sambúðarslita, vegna ágreinings um börn, eignir eða enn alvarlegra – vegna ofbeldis? Hvað á nefnd að gera fyrir foreldra sem bíða eftir samþykki til ættleiðingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Staðan er svona: Erindi vegna umgengni og forsjár barna sem bárust eftir 20 maí í fyrra eru enn ekki komin til úthlutunar. Það er sem sagt 8 mánaða bið eftir fyrsta viðtali.

Ríkisstjórnin er hér enn einu sinni að vanrækja innviði og hér lögbundna opinbera þjónustu. Það skiptir engu máli hvert litið er, heilbrigðiskerfið, löggæsla og sýslumenn, fjölskyldumál, samgöngukerfið. Allt fær þetta að drabbast niður áfram þrátt fyrir hagsæld.

Staðan er svona: Erindi vegna umgengni og forsjár barna sem bárust eftir 20 maí í fyrra eru enn ekki komin til úthlutunar. Það er sem sagt 8 mánaða bið eftir fyrsta viðtali.

Eftir fyrsta viðtal er það svo að málum sem vísað var til sáttameðferðar eftir 14. maí 2019 bíða enn úthlutunar. Þetta er lögbundið ferli sem ALLIR sem eiga börn verða að fara í. (aðrir átta mánuðir)

Ættleiðingarmál, sem ekki koma frá Íslenskri ættleiðingu, og bárust eftir 10 júlí 2019 bíða enn úthlutunar. (6 mánuðir)

Erindi er varða meðlag, sérstakt meðlag eða menntunarframlag og bárust eftir 20 maí 2019 bíða enn úthlutunar. (8 mánuðir)

Finnst ykkur þetta eðlilegt?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: