- Advertisement -

Netnotkun eykst enn

Netnotkun Íslendinga jókst um tæp tvö prósent á milli áranna 2013 og 2014 og teljast nú 97% íbúa landsins til reglulegra netnotenda. Engir Evrópubúar slá Íslendingum við hvað þetta varðar en meðaltal reglulegra netnotenda í löndum Evrópusambandsins er 75%. Mikil aukning hefur orðið í notkun einstaklinga á farsímum og snjallsímum til að tengjast netinu utan heimilis og vinnu, og á það nú við um 59% netnotenda. Verslun einstaklinga á netinu jókst einnig mikið á milli ára, en 67% netnotenda höfðu nú verslað á netinu ári fram að rannsókn. Þriðjungur íslenskra fyrirtækja selja vörur og þjónustu í gegnum netið eða önnur vefkerfi og er það hæsta hlutfall sem mælist á Evrópska efnahagssvæðinu

Aukning  netverslunar er mest við lönd utan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Netverslun hefur aukist á kvikmyndum og tónlist sem og tölvum og jaðartækjum en hins vegar dróst netverslun verulega saman á milli ára á bókum, tímaritum og fjarskiptaþjónustu.

Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2014 höfðu 8% netnotenda greitt fyrir tölvuskýsþjónustu til að geyma rafrænt efni eða deila því með öðrum, en árið 2013 höfðu tæp 4% svarenda greitt fyrir geymslurými á netinu. Þá hafa 24% netnotenda notað tölvuforrit sem keyrð eru í gegnum netið, fyrir ritvinnslu, töflureikni eða glærukynningar. Þá keyptu 43% fyrirtækja á Íslandi einhverskonar tölvuskýsþjónustu af netinu en ónæg þekking á tölvuskýjum kemur í veg fyrir að 29% fyrirtækja nýti sér þá þjónustu.

Sjá á vef Hagstofunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: