- Advertisement -

Facebook lokaði á lögmann og hagfræðing

Jón Magnússon skrifar:

„Við Guðmundur Ólafsson prófessor vorum settir í 24 tíma bann af fésbók í fyrradag. Ástæðan var nánast sú sama hjá okkur. Hann nefndi vígorð ákveðins stjórnmálaflokks í Þýskalandi sem réði öllu þar í landi fyrir miðja síðustu öld og ég nefndi nafn forustumannsins. Í hvorugt skiptið vorum við að mæla þessu bót heldur þveröfugt. En þetta var samt nóg. Sýnir hvert ritskoðunin er komin. Þetta finnst mér frekar óhuggulegt. Enda sagði stofnandi Facebook þegar Angela Merkel kvartaði yfir því að á fésbókinni fengju of margir andstæðingar hennar að tjá sig, að þeir væru að vinna í því að koma í veg fyrir það. Frjáls skoðanaskipti?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: