- Advertisement -

Ráðherra sætir lögreglurannsókn

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu.“

Þetta segir í tilkynnningu lögreglunnar.

Auðvitað er þetta alvarlegt mál. Valdsmaðurinn Bjarni Benedtiksson er í rannsókn lögreglu. Lögreglan getur ekkert annað en kynnt okkur niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir.

Margsaga ráðherra og margsaga veisluhaldarar hafa kynt undir þessu máli. Svo er annað mál, það er hvort ráðherrann verði ekki að víkja, hið minnsta þar til niðurstaða opinberrar lögreglurannsóknar liggur fyrir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: