- Advertisement -

100 milljarða tap vegna áforma Bjarna

Það er bréfum þeim sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur tilkynnt að hann vilji semja um uppgjör á hið snarasta, ellegar keyri hann ÍLsjóð í þrot á nýju ári.

„Miðað við höggið sem hin takmörkuðu viðskipti á föstudag leiddu yfir markaðinn má gera ráð fyrir að a.m.k. 100 milljarðar hafi þá þegar þurrkast upp af eignum þeirra sem halda á kröfum á ÍL-sjóð,“ segir í frétt í Mogganum.

Í fréttinni segir að þegar Kauphöllin var opnuð, fyrir viðskipti með skuldabréf í gærmorgun, hafi blasað við ófögur sjón, við þeim sem virtu fyrir sér verðþróun á þremur flokkum bréfa, útgefnum af ÍL-sjóði. Það er bréfum þeim sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur tilkynnt að hann vilji semja um uppgjör á hið snarasta, ellegar keyri hann ÍLsjóð í þrot á nýju ári. Ávöxtunarkrafan á lengsta flokkinn, HFF 150644, hafði hækkað um nærri 200 punkta. Vb.is greindi frá því um miðjan dag í gær að verðfallið hefði raunar átt sér stað í viðskiptum á föstudag, daginn eftir að ráðherra kynnti fyrirætlan sína, en gögn Kauphallarinnar á föstudag höfðu hins vegar bent til þess að engin viðskipti hefðu átt sér stað. Að sögn vb.is voru það tæknilegir örðugleikar sem ollu því að viðskiptin voru ekki skráð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: