- Advertisement -

Sorg­leg­ur víta­hring­ur

Ole Anton.

Ole Abto n Bieltved skrifar eftirtektarverða grein i Moggann í dag. Þar fjallar hann um hreindýraveiðar. Seinni hluti greinarinnar er hér:

„Um­hverf­is­ráðherra státaði sig af því, að hafa drepið sak­laust og varn­ar­laust hrein­dýr, með mynd á net­inu; sit­ur þar glaðhlakk­an­leg­ur og stolt­ur á svip yfir dauðu dýr­inu.

Svo neit­ar hann nú að gefa upp, hvort hann hafi haldið áfram þess­ari óyndisveiðimennsku, eft­ir að hann varð um­hverf­is­rá­herra og hef­ur þá eiðsvörnu skyldu, að verja og vernda villt dýr, nátt­úru og líf­ríki lands­ins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Um 600 hrein­kálf­ar fór­ust vet­ur­inn 2018-2019, að mestu vegna þess, að búið var að drepa mæður þeirra.

Þorir hann ekki að standa fyr­ir sín­um gjörðum!? Von­andi var hann ekki á gæsa­veiðum, þegar hann fót­brotnaði, en stofn grá­gæsa hef­ur minnkað um helm­ing síðasta ára­tug­inn.

Skv. veiðiskýrsl­um fyr­ir hrein­dýr sum­arið 2018, höfðu 33 þeirra dýra, sem þá voru drep­in, verið skot­in áður. Ekki er lík­legt, að öll slík mál séu færð til bók­ar, og ekki eru þau dýr tal­in með, sem kom­ast særð und­an veiðimanni, til að deyja drottni sín­um í kval­ræði. Nátt­úr­an tek­ur hræ ótrú­lega hratt.

Skv. út­reikn­ing­um sér­fræðings­ins norska, yf­ir­fært á hrein­dýr hér, má ætla að 100-150 dýr séu særð og lim­lest ár­lega, án þessa að drep­ast strax.

Fyr­ir nokkru var fyr­ir­sögn í blaðinu, þvert yfir síðuna, „Veiðin hef­ur hrunið á svæði 2“ og átti við um hrein­dýra­veiðar. Um­hverf­is­stofn­un veitti leyfi til veiða á 170 hrein­dýr­um, en veiðimönn­um tókst aðeins að fella 64. Svæði 2 hef­ur þó löng­um verið „gjöf­ul­asta veiðisvæðið“. Stjórn veiðanna greini­lega í al­var­leg­um ólestri þar. Á kostnað dýr­anna.

Ekki verður um hrein­dýra­veiðar á Íslandi fjallað, án þess að rifja það upp, að um 600 hrein­kálf­ar fór­ust vet­ur­inn 2018-2019, að mestu vegna þess, að búið var að drepa mæður þeirra. Á því er byrjað 1. ág­úst, þegar yngstu kálf­ar eru rétt 7-8 vikna. Standa varla í fæt­urna.

Fagráð um vel­ferð dýra vill þó griðatíma fyr­ir kálf­ana meðan kýrn­ar, mæðurn­ar, eru mylk­ar. Í 5 mánuði frá fæðingu. En slík­um þarf­laus­um griðatíma fyr­ir kálf­ana hafna veiðimenn og ráðherra auðvitað al­farið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: