- Advertisement -

„Að mæta dýrinu á forsendum þess“

Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður:
En síðan lærir skepnan af þessu, hún temst, og ég veit að það er örugglega með sama hætti í blóðtöku á hryssum.

„Það er oft og það er yfirleitt hættulegt að meðhöndla stórar skepnur og oft þarf að beita heilmikilli kúnst og lagni. En grundvallaratriðið er alltaf þetta: Þú verður að mæta dýrinu á forsendum þess,“ sagði bóndinn og alþingismaðurinn, Haraldur Benediktsson, á Alþingi.

„Það vita allir sem halda búfé, halda dýr, að þannig verður að gera það. Þú þvingar ekki skepnur með ofbeldi til einhverrar hlýðni. Það geta aftur á móti alltaf verið einhver átök. Ær sem tekin er í rúning sest ekki af fúsum og frjálsum á rassinn og bíður eftir að vera klippt, það eru heilmikil átök þegar hún er rúin í fyrsta sinn. En síðan lærir skepnan af þessu, hún temst, og ég veit að það er örugglega með sama hætti í blóðtöku á hryssum. Auðvitað ætti að gera þá eðlilegu kröfu að einungis sé verið að taka blóð úr hryssum sem eru mannvön, bandvön hross, að við séum ekki að taka úr villtu stóði og þvinga það með þeim hætti sem ég veit að þarf að gera til þess.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: