- Advertisement -

Ágreiningur meðal fasteignasala vegna meðferðar viðkvæmra trúnaðargagna

- margir þeirra fela „vafasömu“ fyrirtæki og „vafasömum“ manni að hýsa afar persónuleg gögn viðskiptavina fasteignasala.

Ósættis gætir meðal fasteignasala, segir starfsmaður á fasteignasölu í Reykjavík. Sá bendir á að rót ósættisins sé sú að margar fasteignasölur haldi tryggð við fyrirtæki sem heitir Think software ehf. Viðmælandi okkar segist hafa vitneskju um að í raun sé enginn starfsmaður skráður hjá fyrirtækinu og sá sem er í forsvari fyrir fyrirtækið hafi tvisvar verið dæmdur brot á skattalögum.

„Einar Páll Kjærnested, þekkir þetta betur en ég,“ sagði viðmælandi. Einar Páll er ásamt fleiri fasteignasölum eru í forsvari fyrir Homebase sem er samkeppnisaðili Think Software. Einar Páll vildi lítið tjá sig um málið að svo stöddu en sagði þó; „málið væri alvarlegt“.

En hvaða gögn eru geymd hjá Think software? Já, þar eru á meðal eru upplýsingar um öll fasteignaviðskipti eins og kauptilboð, kaupsamningar og afsöl ásamt fyrirspurnum um allar fasteignir hjá viðkomandi fasteignasölum. Þá um leið greiðslugeta allra íbúðakaupenda, hversu mikið eigið fé þeir nota til kaupanna, hversu há lán þeir taka og svo framvegis.

„Þetta verður að vera hafið yfir allan vafa. En svo er bara ekki,“ sagði viðmælandinn. „Fasteignasölum ber að sýna viðskiptavinum fullan trúnað. En gera þeir það? Ég segi nei. Allar viðkvæmar upplýsingar verða að vera á tryggum stað. Sumir segja svo ekki vera og því hefur ósætti orðið í okkar röðum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: