- Advertisement -

Álverið í Straumsvík búið að vera

Gunnar Smári skrifar:

Þetta merkir í raun að álverinu verður lokað. Móðurfélagið hefur þegar tekið á sig höggið af lokun Straumsvíkur. Ef þið kaupið álverið á 1 milljón króna þá mun það skapa 1 milljón króna hagnað móðurfélagsins. Miðað við út á hvað Rio Tinto gengur þá færu 750 þús. kr. af kaupverðinu beint í vasa hluthafa (þetta er maskína sem sýgur fé upp úr rekstri og flytur til hluthafa) en 250 þús. kr. væru geymdar í félaginu til að mæta áföllum framtíðarinnar.

Málaferli Rio Tinto gegn Landsvirkjun bendir til að félagið ætli að reyna að losna undan ábyrgð sinni á raforkukaupum, fyrst á Íslandi en áfrýja síðan íslenskum dómum til Evrópudómstólsins. Félagið virðist meta sigurlíkur sínar nokkrar, svo þessi leið sé áhættunnar virði.

Eftir stendur að núverandi orkustefna stjórnvalda er fallin. Það er enginn orkuskortur á Íslandi og engin þörf fyrir uppbyggingu einkarekinna virkjanna, hvort sem Engeyingar eiga þær eða einhverjir aðrir.

Umræðan á að snúast um tvær spurningar: Hvað ætlum við að gera við orkuna sem við eigum? Og hvað ætlum við að gera við vinnuafl alls þess hóps launafólks sem nú er á atvinnuleysisbótum og sem munu enda þar á næstu mánuðum?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: