- Advertisement -

Gagnaverin barma sér / vilja lægra orkuverð

Sótt er að Landsvirkjun úr mörgum áttum. Stóriðjan ber sig illa undan verð á rafmagni. Nú hafa gagnaverin bæst við.

Miðjan hefur sagt frá inngripum Bjarna Benediktssonar í rekstur Landsvirkjun sem varð meðal annars til þess að verð til stærstu iðjuveranna var lækkað um fjórðung, tímabundið. Meira er fram undan.

Í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, segir nýtt af málinu:

„Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, fékk erlendu ráðgjafarstofuna Fraunhofer / Ecofy til að gera úttekt á samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi, með sérstaka áherslu á raforkukostnað. Bundnar eru vonir við að niðurstöðurnar verði kynntar í þessum mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í úttektinni, sem nær til allra stórnotenda raforku á Íslandi, verður farið yfir hvaða atriði hafa áhrif á raforkukostnað stóriðju á Íslandi, hlut orkukostnaðar í rekstrarkostnaði og hvernig raforkukostnaður sé samansettur. Raforkukostnaður og samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi verður borið saman við nágrannalönd á borð við Noreg, Þýskaland og Kanada.“

Ljóst er í hvað stefnir. Gagnaverin hafa ekki áður verið nefnd í sókninni að Landsvirkjun. Þau banka upp á óska lægra verðs ef þau eiga að geta haldið áfram, sem hingað til.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: