- Advertisement -

Andúð gagnvart bíleigendum er komin út yfir öll velsæmismörk

„Bílaeign á Íslandi er ein sú mesta í heiminum.“

Dagur B. Eggertsson og Kolbrún Baldursdóttir. Deilt er um umferðina í borginni og ekki síst um hugsanlegar lausnir.

„Andúð gagnvart bíleigendum, sem meirihlutinn í skipulagsráði og borgarstjórn sýnir, er komin út yfir öll velsæmismörk. Það er mat Flokks fólksins að allt á að gera til að minnka tafir, alls konar tafir og auðvelda öllum aðgengi að miðbænum okkar án tillits til hvernig þeir ferðast,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, í borgarráði.

Meirihlutafólkið tekur ekki undir með Kolbrúnu. Þau segja Kolbrún hafa lagt fram tíu tillögur um umferðarmál í skipulags- og samgönguráði sem allar miðuðu að því að gera borgina að meiri bílaborg en hún er nú þegar.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Borgarlína er enn bara mynd á blaði.

„Bílaeign á Íslandi er ein sú mesta í heiminum og mikilvægt að gera öðrum samgöngumátum hátt undir höfði með því að leggja nýja hjólastíga, auka forgang strætó og gera gangandi vegfarendum auðveldara um vik að komast á milli staða. Hamfarahlýnun krefst þess að brugðist sé við með róttækum hætti til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki fæst séð hvernig rétturinn til að menga skipti meira máli en rétturinn á hreinu lofti og framtíðar jarðarinnar,“ segir í bókun þeirra.

„Ekkert af þessum umferðartillögum miða að því sérstaklega að gera borgina að meiri bílaborg en hún er,“ svarar Kolbrún. Hún telur ekki að almenningssamgöngur vinni mikið á vandanum: „Það er langur vegur í að almenningssamgöngur verði fýsilegur kostur. Borgarlína er enn bara mynd á blaði og einhver ár í að hún verði alvöru kostur ef hún verður það einhvern tímann.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: