- Advertisement -

Áratugur: Þingmenn á útleið til Kaliforníu

Frétt DV fyrir réttum áratug.

„Sendinefnd á vegum Alþingis er í viku heimsókn í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Eitt af meginmarkmiðum nefndarinnar er að skapa pólitísk tengsl á þessu stóra markaðssvæði og koma á viðskiptatengslum í orkuiðnaði og háskólastarfi. Nefndina skipa þingmennirnir Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, Margrét Frí- mannsdóttir, Samfylkingu, og Sigríður Anna Þórðardóttir og Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki.“

Þannig hófst frétt í DV fyrir réttum áratug.

„Enginn þingmaður nefndarinnar er í framboði í komandi alþingiskosningum og mun því enginn þeirra sitja á þingi í haust,“ segir í fréttinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarfulltrúi, bendir á að fjöldi Íslendinga sé farinn að hasla sér völl í viðskiptum í Kaliforníu, einu af stærstu hagkerfum Bandaríkjanna. Hann segir stífa dagskrá bíða nefndarinnar næstu vikuna. „Við munum hitta fjölda stjórnmálamanna og fólk úr atvinnulífinu, vísindamenn og háskólafólk. Dagskráin er stíf frá morgni til kvölds. Á þessu svæði eru mikil tækifæri og Íslendingar eru að hasla sér völl í vaxandi mæli,“ segir Hjálmar.“

Steingrímur J. Sigfússon tjáði sig í fréttinni.

„Vissulega má velta því fyrir sér hvort heppilegt sé að senda þingmenn sem eru að hætta. Við verðum samt að horfast í augu við að þetta eru fyrst og fremst kurteisissamskipti en það leysir þingmennina samt ekki undan skyldum sínum sem fulltrúum þingsins með fullu umboði. Það er spurning hins vegar hvernig gestgjöfunum líst á að allir fulltrúarnir eigi það sameiginlegt að leita ekki endurkjörs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: