- Advertisement -

Atvinnurekendur vilja ekki dómstóla

Segja samkeppnisreglur hér strangari en í öðrum löndum. Viðurkenna að samkeppni er og verður takmarkaðri hér en annarsstaðar.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar á

samtakanna, um Samkeppniseftirlitið, heimildir þess og stöðu fyrirtækja gagnvart því.

„Heimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur knúið á um að settar verði inn íslenska löggjöf, og ganga lengra en víðast hvar í Evrópu hafa orðið til þess að íslenskt atvinnulíf ber takmarkað traust til Samkeppniseftirlitsins,“ skrifar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á vefsíðu samtakanna.

Vont, tímafrekt og dýrt

Þú gætir haft áhuga á þessum

Halldór Benjamín segir meira: „Árið 2011 knúði Samkeppniseftirlitið á um að fá heimild til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar Samkeppnismála til dómstóla. Þetta er nánast einsdæmi í íslenskri stjórnsýslu og lýsir vantrausti Samkeppniseftirlitsins á áfrýjunarnefndinni. Það er óviðunandi að fyrirtæki þurfi að verjast málflutningi Samkeppniseftirlitsins fyrir dómi með tilheyrandi kostnaði þrátt fyrir að hafa fengið endanlega og jákvæða niðurstöðu á stjórnsýslustigi. Þessu verður að breyta, með því að afnema heimildina eða leggja niður áfrýjunarnefndina. Eins og nú háttar er möguleiki að einstök mál gengið þessa leið: i) Samkeppniseftirlitið tekur ákvörðun, ii) áfrýjunarnefnd samkeppnismála fellir ákvörðun úr gildi, iii) Samkeppniseftirlitið stefni niðurstöðu Áfrýjunarnefndar fyrir héraðsdóm, iv) sá sem bíður lægri hlut fyrir héraðsdómi áfrýjar þeirri til niðurstöðu Landsréttar og v) sá sem þar tapar málinu áfrýjar til Hæstaréttar. Þetta er augljóslega vont, tímafrekt og dýrt kerfi, engum til hagsbóta og allra síst neytendum.“

Dregur úr  getu fyrirtækjanna

„Litlir markaðir bjóða eðli sínu samkvæmt ekki upp á jafn mikla samkeppni og stórir. Strangari reglur hér en í samkeppnislöndunum draga úr getu innlendra fyrirtækja til að standast erlenda samkeppni. Nauðsynlegt er að innlendar aðstæður endurspegli þennan og síbreytilegan raunveruleika og aðilum sé gert kleift að hagræða og sameinast til að mæta alþjóðlegri samkeppni,“ skrifar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: