- Advertisement -

„Báknið“ bólgnar út hjá Bjarna

Langt til hægri er Viðskiptaráð. Þar er í fararbroddi Ásta S. Fjeldsted. Hún skrifar langa grein: Sameining sem endaði ofan í skúffu. Enn kafli greinar er dulin gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Gagnrýnin er vel rökstudd. Þar kemur fram að þrátt fyrir eindreginn vilja hægra íhaldsins hefur „báknið“ blásið út í stjórnartíð Bjarna. Ásta skrifar um þetta:

„Frá því hagræðingartillögurnar 111 voru kynntar árið 2013 til og með 2018 hefur fjöldi stöðugilda hjá hinu opinbera aukist um 6% eða rúmlega 2.100 störf. Hafa þau ekki verið fleiri frá því Viðskiptaráð hóf samantekt á tölum um opinbera starfsmenn sem byggir á upplýsingum frá Fjármálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tölur þessara aðila fyrir árið 2019 liggja ekki fyrir. Hins vegar liggja fyrir tölur Hagstofunnar um fjölda starfandi árið 2019 sem sýna, að opinberum starfsmönnum fjölgaði um liðlega 4,2% á því eina ári 2019 eða um tæplega 2.300 manns á sama tíma og fjöldi starfa á einkamarkaði dróst saman um 2,6% eða tæplega 3.900 manns. 

Með þessu er ekki sagt að þessi viðbótar opinberu störf séu óþörf og mörg þeirra einkum í heilbrigðis-, félags- og menntunargeiranum stuðla að betra samfélagi. En sem fámennt samfélag og ekki síst á samdráttartímum verðum við að vera vakandi fyrir því að ekki sé verið að sóa dýrmætum mannauði.“

Innlitið í heim þess fólks sem er lengst til hægri er fínt. Meira síðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: